



Getum tekið að okkur hugbúnaðarverkefni af ýmsum stærðum og gerðum.
Höfum mikla reynslu af séraðlögunum í WordPress og þá sérstaklega samþættingum milli kerfa.
Tengdu viðskiptahugbúnaðinn við vefverslunina. Bjóðum upp á tengingar á milli algengustu vefverslunar- og bókhaldskerfa svo sem Navision og DK. Samþættum vörur, verð, vörulýsingar, birgðir, pantanir o.fl.
Ertu að ráðast í breytingar? Hjá okkur starfa sérfræðingar á öllum sviðum kerfisreksturs. Við höfum sparað fyrirtækjum háar fjárhæðir þegar kemur að því að endurskoða leyfismál, hýsingar og hugbúnað svo eitthvað sé nefnt.
Hér er brot af þeim viðskiptavinum sem við höfum unnið með.
Við erum stolt af því að hafa unnið með fjölbreyttum viðskiptavinum og aðstoðað þá við að ná sínum markmiðum.
















Öll tölvukerfi, stór sem smá þurfa gott utanumhald. Það sem skiptir þitt fyrirtæki mestu máli er hversu hagstæð og vönduð sú þjónusta er.
Við bjóðum hýsingar í ISO 27001 vottuðu gagnaveri. Öruggt umhverfi með hámarks uppitíma, daglegri öryggisafritun og varaafli.
Færðu vírusvarnir upp á annað stig með vaktaðri vírusvörn. Hún lætur ekki aðeins þig vita ef eitthvað kemur upp á heldur okkur líka. Viðskiptavinir Tactica treysta okkur fyrir sínum öryggismálum.
Láttu okkur afrita þín verðmætustu gögn. Sjálfvirk öryggisafritun gagna sem framkvæmd er á hverjum sólarhring án þess að mannshöndin þurfi að koma þar nærri.
Við sjáum um
Hýsingarþjónustu
Kerfisrekstur
Póstþjónustu
Vefsíðugerð
Vefforritun