Microsoft 365 er heildar viðskiptalausn frá Microsoft fyrir tölvupóst og skrifstofuhugbúnað. Pósturinn er hýstur í Exchange sem hefur verið leiðandi í fyrirtækjapósti síðustu árin. Exchange gerir starfsmönnum þínum kleift að deila milli sín tengiliðum, verkum, dagatölum og tölvupósts- samskiptum. Þú getur notað tölvupóstinn á mörgum tölvum/snjalltækjum og pósturinn er alltaf sá sami á þeim öllum. Lesinn póstur á einu tæki merkist lesin á öllum hinum.
Google Workspace er frábær lausn fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Innan vinnusvæðis Google má finna tölvupóstinn Gmail, sem umhverfið er byggt á, og allan þann skrifstofuhugbúnað sem daglegur rekstur þarf á að halda.
Þar á meðal er ritvinnsluforritið Docs, töflureiknirinn Sheets og glærukynningarforritið Slides. Öll mikilvægustu gögnin eru geymd í skjalaþjónustunni Google Drive, sem ber þann kost að gera þau aðgengileg úr öllum leyfðum tækjum!