Hér á eftir fara almennir skilmálar um viðskipta- og samningskjör Tactica ehf., kt. 650400-2160, hér eftir nefnt TACTICA. TACTICA áskilur sér einhliða rétt til að breyta viðskiptaskilmálum þessum og munu breytingar verða tilkynntar með 30 daga fyrirvara til viðskiptavina TACTICA.
Áskriftarþjónustur er samheiti fyrir þjónustur sem viðskiptavinur kaupir frá TACTICA og greiðir fyrirfram ákveðið mánaðargjald fyrir þessar þjónustur. Búnaður er samheiti fyrir hvers kyns vél- og hugbúnað. Framleiðandi er hver sá aðili sem framleiðir vörur sem TACTICA hefur til endursölu.
Undir viðskiptaskilmála þessa falla öll viðskipti og samningar TACTICA, þar á meðal tilboð við þriðja aðila um kaup á vöru og þjónustu, nema um annað sé samið með skriflegum hætti.
Samningur telst kominn á þegar samningur, samningsviðauki eða eftir atvikum tilboð hefur verið undirritað(ur), eða samþykkt(ur) skriflega af báðum aðilum með öðrum hætti, til dæmis með samþykki á tilboði í tölvupósti.
TACTICA ákveður gildistíma tilboðs og telst ekki bundið af tilboði hafi það ekki verið samþykkt af viðskiptavini með formlegum hætti (þar á meðal með samþykki í tölvupósti) innan gildistíma þess.
Ef ekki er kveðið á um gildistíma samnings í samningi á milli aðila, skal samningur gilda í 12 mánuði og vera óuppsegjanlegur á þeim tíma. Að þeim tíma liðnum skal samningur framlengjast um ár í senn, en vera uppsegjanlegur hvenær sem er á þeim tíma í samræmi við ákvæði 3.3 í þessum skilmálum.
Ef ekki er kveðið á um uppsagnarfrest samninga í samningi á milli aðila, skal uppsagnarfrestur samnings vera 3 mánuðir. Uppsögn tekur gildi um mánaðarmót eftir að hún berst og byrjar þá uppsagnarfrestur að líða.
TACTICA birtir opinberlega gjaldskrá fyrir þjónustu á hverjum tíma. Rétthafi getur nálgast gjaldskrána á skrifstofu TACTICA eða óskað eftir að fá hana senda í tölvupósti.
Skráður rétthafi ber ábyrgð á greiðslum til TACTICA vegna notkunar sem á sér stað. Öllum fyrirspurnum er varðar reikningamál er svarað í síma 546 6000 en slíkar fyrirspurnir má einnig senda á bokhald@tactica.is.
Gjalddagi þjónustu er fyrsti dagur hvers mánaðar. Eindagi reiknings er allt að 20 dögum eftir gjalddaga. Sé reikningur greiddur eftir eindaga, ber viðskiptavin að greiða dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags auk kostnaðar við innheimtu.
Aukaverk teljast öll verk sem ekki falla innan samnings. Slík verk eru háð sérstöku samkomulagi á milli aðila og eru reikningsfærð sérstaklega samkvæmt tímagjaldi.
TACTICA veitir alla almenna upplýsingatækniþjónustu sem er unnin eftir tímagjaldi, nema annað sé tilgreint í samning á milli TACTICA og kaupanda.
Við almenna upplýsingatækniþjónustu vinnur TACTICA oft á tíðum eftir svokölluðum “best practice” leiðum, en þá eru tekin ákveðin skref til lausnar vandamála viðskiptavina okkar þar sem vandamálin geta verið margskonar.
Við sölu á hugbúnaði til viðskiptavinar felst einungis sala á réttinum til notkunar á hugbúnaðinum en ekki eignaréttur á hugbúnaðinum. Viðskiptavinum er með öllu óheimilt að framselja hugbúnað TACTICA með nokkrum hætti, afrita hugbúnaðinn, leyfa fleiri notendum afnot af hugbúnaðinum en samningur kveður á um.