Persónuverndarstefna

Tactica (hér eftir nefnt “fyrirtækið”) er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu þessari kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn.

Markmið persónuverndarstefnu

Markmiðið með þessari yfirlýsingu um persónuvernd er að gefa þér skýra mynd af því hvernig við notum persónuupplýsingar sem þú veitir, áherslu okkar á vernd upplýsinganna og réttindum þínum, og valkostum að því er varðar að hafa stjórn á og vernd á persónuupplýsingum þínum.

Einnig er hér gerð grein fyrir því hvaða persónuupplýsingum við söfnum um þig þegar þú ferð inn á vefsíður okkar (www.tactica.is, www.hysingar.is, og www.integrator.is), auk þess hvernig við förum með persónuupplýsingarnar þínar.

Ábyrgð

Tactica ehf. Kt. 650400-2160, vinnur með eða meðhöndlar persónuupplýsingar sem fyrirtækið safnar ýmist í sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili. Fyrirtækið hefur aðsetur að Fjarðargötu 15, 220 Hafnarfirði, og er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu. Hægt er að senda skriflega fyrirspurn til fyrirtækisins um meðferð persónuupplýsinga á netfangið personuvernd@tactica.is.

Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um einstakling sem gera kleift að persónugreina hann. Ekki er átt við nafnlaus gögn, en það eru upplýsingar sem persónugreinandi gögn hafa verið fjarlægð úr.

Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga

Tactica safnar upplýsingum um starfsmenn, viðskiptavini og birgja sem fyrirtækinu er skylt að varðveita í samræmi við lög og reglur, samninga og samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna ábyrgðaraðila.

Upplýsingar um börn

Við söfnum ekki vísvitandi persónuupplýsingum um börn undir 13 ára aldri, eða lágmarksaldri í viðkomandi lögsögu. Ef við verðum þess áskynja að við höfum óvart safnað persónuupplýsingum um börn undir 13 ára aldri munum við gera ráðstafanir til að eyða upplýsingunum eins fljótt og auðið er, nema okkur sé skylt að geyma þær samkvæmt gildandi lögum.

Öryggi gagna og persónuupplýsinga

Tactica nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir. Fyrirtækið geymir aldrei persónuupplýsingar lengur en nauðsynlegt þykir í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga.

© 2024 Tactica ehf. Allur réttur áskilinn.